Þorrasöngur á Öldrunarheimilum

Þorrablót íbúanna á Hlíð og Lögmannshlíð verða föstudaginn 3. febrúar og hefð er fyrir því að konur í Kvennakór Akureyrar taki þátt í þorrasöng af því tilefni.

Snorri Guðvarðsson stendur fyrir skipulagningunni á þessu að venju og fær með sér félaga úr kvennakórnum og Karlakór Akureyrar Geysi. Sungin verða létt lög sem allir kunna og vonandi taka þorrablótsgestir vel undir!

Snorri hefur lengi verið góðvinur Kvennakórsins og á meðfylgjandi mynd má sjá hann við undirleik á tónleikum kórsins í mars 2006.

Byrjað verður að syngja kl. 17:15 í Hlíð og síðan er farið yfir í Lögmannshlíð og sungið þar líka.