Jólatónleikar

Kvennakór Akureyrar heldur jólatónleika í Glerárkirkju, ásamt góðum gestum, Kvennakórnum Sölku frá Dalvík, laugardaginn 10 desember kl. 15:00

Stjórnendur kóranna eru Valmar Väljaots og Mathias Spoerry .

Lofum góðri söngveislu með fallegum jólalögum, innlendum sem erlendum.

Aðgangseyrir er 3000 kr og frítt fyrir 16 ára og yngri.

Fljúgandi start eftir erfið Covid-ár

Æfingar kórsins hófust s.l. sunnudag, síðan kom kynning á kórnum á opinni æfingu í Lyst í Lystigarðinum s.l. fimmtudag og á morgun sunnudaginn 25. sept verður aðalfundur haldinn kl. 16:00 í Brekkuskóla.

Valmar verður þar með raddprufur fyrir nýja kórfélaga 16:45 og síðan er venjuleg æfing kl. 17:00 -19:00.

Æfingar að hefjast haustið 2022

Fyrsta æfing haustsins verður sunnudaginn 18. september kl. 17:00 í Brekkuskóla, gengið inn í norðvesturhorni frá sundlaugarplani.

Kórinn ætlar að vera í kaffihúsinu Lyst í Lystigarðinum fimmtudaginn 22. september milli kl. 17.00 og 19.00 og syngja við raust, í leit að fleiri röddum í kórinn. Sá viðburður verður auglýstur í Dagskránni.

Nýir félagar í allar raddir eru hjartanlega velkomnir í kórinn og er bent á að hafa samband við formann í s. 862-5593.

Mæðradagurinn 8. maí 2022

Kvennakór Akureyrar syngur við messu í Akureyrarkirkju á mæðradaginn 8. maí kl. 11:00.

Klukkan 14:00 sama dag syngur kórinn á Öldrunarheimilum Akureyrar, fyrst í Hlíð og að því loknu í Lögmannshlíð.

Æfingar hefjast haustið 2021

Fyrsta æfing Kvennakórs Akureyrar þetta haustið verður í Brekkuskóla sunnudaginn 3. okt. kl. 17:00.

Æfingin hefst á góðu kaffispjalli kl 17:00 og síðan verður tekið til við æfingar fram til kl. 19:00. Gengið er inn að norðan.