Æfingar að hefjast haustið 2022

Fyrsta æfing haustsins verður sunnudaginn 18. september kl. 17:00 í Brekkuskóla, gengið inn í norðvesturhorni frá sundlaugarplani.

Kórinn ætlar að vera í kaffihúsinu Lyst í Lystigarðinum fimmtudaginn 22. september milli kl. 17.00 og 19.00 og syngja við raust, í leit að fleiri röddum í kórinn. Sá viðburður verður auglýstur í Dagskránni.

Nýir félagar í allar raddir eru hjartanlega velkomnir í kórinn og er bent á að hafa samband við formann í s. 862-5593.

Mæðradagurinn 8. maí 2022

Kvennakór Akureyrar syngur við messu í Akureyrarkirkju á mæðradaginn 8. maí kl. 11:00.

Klukkan 14:00 sama dag syngur kórinn á Öldrunarheimilum Akureyrar, fyrst í Hlíð og að því loknu í Lögmannshlíð.

Æfingar hefjast haustið 2021

Fyrsta æfing Kvennakórs Akureyrar þetta haustið verður í Brekkuskóla sunnudaginn 3. okt. kl. 17:00.

Æfingin hefst á góðu kaffispjalli kl 17:00 og síðan verður tekið til við æfingar fram til kl. 19:00. Gengið er inn að norðan.

Æfingar að nýju!

Kórinn hefur nú tekið til starfa aftur eftir langt hlé af völdum Covid19.  Æfingar hófust 31. janúar að viðhöfðum ströngum sóttvarnarreglum. Grímuskylda er á æfingunum, sem skipt er í tvennt, sópranraddir sér og altraddir sér, og allt sótthreinsað á milli.  Sú nýjung var einnig tekin upp að hafa beint streymi frá æfingunum til þess að koma til móts við þær kórkonur sem ekki treysta sér á æfingar við þessar aðstæður eða komast ekki.

Æfingar hafa verið fluttar úr Menntaskólanum á Akureyri í Lón, hús Karlakórs Akureyrar-Geysis. Í skólanum höfðu æfingar verið haldnar frá haustinu 2019 en áður höfðu þær verið í Brekkuskóla um árabil.

Stjórnandi kórsins frá haustinu 2019 er Valmar Väljaots og formaður er Þórunn Jónsdóttir.

Hlé gert á æfingum

Í byrjun mars var ákveðið að fella niður æfingar kórsins og taka þar með þátt í almannavörnum til að verjast útbreiðslu Covid19 veirunnar.

Sú ákvörðun gildir að sjálfsögðu áfram þar sem nú hefur verið sett á samkomubann á landinu.