Vortónleikar, kaffihlaðborð og messa 14. maí 2023

Kvennakór Akureyrar syngur við mæðradagsmessu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 14. maí nk. kl. 11:00.


Kl. 14:00 sama dag verða vortónleikar kórsins haldnir í kirkjunni. En eftir tónleikana verður boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð í safnaðarheimilinu.
Aðgangseyrir er 4.000 krónur (söng- og kaffihlaðborð).

Athugið að enginn „posi“ verður á staðnum.


Kórstjóri og meðleikari er Valmar Valjaots.
Fjölbreytt efnisskrá. Verið hjartanlega velkomin!