Jólatónleikum lokið

Mikið var gott að geta loksins haldið jólatónleika. Engar fjarlægðartakmarkanir og engar sóttvarnarreglur, bara gleði, gleði,  jólagleði.

Tónleikarnir tókust virkilega vel og mæting var nokkuð góð.  Kvennakórinn Salka heiðraði okkur, KvennkórsAkureyrar konur, með nærveru sinni. Þær sungu eins og englar og við að sjálfsögðu einnig. Í lokin fluttu kórarnir tvö sameiginleg lög og tónleikagestir tóku undir í lokalaginu.

Eftir tónleikana héldu kórarnir saman litlu jólin með kökum, kaffi og öðru góðgæti og tveir jólaveinar útbýttu gjöfum.

Það voru glaðar kórkonur sem héldu í jólafrí að loknum góðum degi.

Gleðilega hátíð.