Árshátíð 18. apríl 2015

Árshátíð Kvennakórs Akureyrar var haldin 18. apríl 2015 í Viðjulundi á Akureyri.

Sópran 2  er skemmtinefnd í vetur og sá um alla skipulagningu og framkvæmd, Eins og alltaf þegar kórinn kemur saman var þetta hin besta skemmtun og mikið hlegið og sungið.

Hver rödd lagði til skemmtiatriði og auk þess fengu árshátíðargestir smá danskennslu að hætti Önnu Breiðfjörð.

Undir borðhaldi og milli atriða rúllaði svo myndasýning frá leik og starfi kórsins frá árunum 2002-2012 sem Aðalbjörg Sigmarsdóttir og Halla Gunnlaugsdóttir tóku saman.

Nokkrar myndir frá árshátíðinni má sjá hér á síðunni.

Þorrasöngur í Hlíð og æfingahelgi framundan.

Þorramynd

Æfingar hófust eftir jólafrí strax 4. janúar og nú æfir kórinn að krafti lög undir þemanu „Dífur og drottningar“ og ný lög bætast við á hverri æfingu.

Einnig er æfingarhelgi framundan, þ.e.  helgina 28. febrúar – 1. mars að Húsabakka í Svafaðardal og má þar búast við miklum söng og gleði.

Þorrinn er nú genginn í garð og í tilefni af því syngur kórinn fyrir heimilisfólk í Hlíð ásamt Snorra Guðvarðar og Karlakór Akureyrar Geysi síðdegis föstudaginn 6. febrúar. Þetta er orðinn árlegur viðburður að kórfélagar taki þátt í þessum söng og er það til mikillar gleði fyrir flytjendur og vonandi áheyrendur líka.

Jólakveðja

Bestu jóla og nýársóskir til allra félaga, vina og velunnara Kvennakórs Akureyrar !

Kærar þakkir fyrir samstarf og stuðning á árinu sem er að líða.

Jólatónleikar 7. desember

Kvennakór Akureyrar heldur tónleika sunnudaginn 7. desember fyrir íbúa öldrunarheimilanna Hlíðar og Lögmannshlíðar og aðstandendur þeirra.

Kórinn syngur í Hlíð kl. 15:15 og í Lögmannshlíð kl. 17:00. Aðgangseyrir er enginn.

Kvennakór Akureyrar syngur með þremur karlakórum

Laugardaginn 8. nóvember verður von á góðu, þegar Kvennakór Akureyrar tekur höndum saman með Karlakórnum Stefni, Karlakór Kópavogs og Söngbræðrum frá Borgarnesi.
Þessir glæsilegu kórar halda saman tónleika í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ kl. 16:00. Hver kór mun syngja nokkur lög og svo mynda þeir saman blandaðan kór.

stefnir

 

Karlakórinn Stefnir

karlakor_kopavogs

 

 

 

 

 

Karlakór Kópavogs

songbraedur

 

 

 

 

 

 

 

 

Söngbræður úr  Borgarnesi

 

 

 

     

 

 

Heimasíður karlakóranna:

http://kkstefnir.is/index.php

https://www.facebook.com/karlakorinn.stefnir?fref=ts

http://www.karlakor.com/

https://www.facebook.com/karlakorkopavogs/photos_stream

http://www.sikk.is/page/karlakorinn-songbraedur/

Fyrsta æfing að baki, nýir kórfélagar og ný stjórn

Fyrsta æfing vetrarins var s.l. sunnudag 7. sept. í Hlíð.  Lagavalið byrjaði á haustlegum og angurværum nótum eins og Daníel kórstjóri orðaði það.

Það er ánægjulegt að segja frá því að 9 konur bættust við frá því í fyrra og hlökkum við mikið til að starfa með þeim í vetur.

S.l. fimmtudag urðu stjórnarskipti því að Una Þórey Sigurðardóttir lét af störfum formanns, sem hún hefur gegnt s.l. 3 ár og þökkum við hinar henni vel unnin störf.

Nýr formaður er Arnfríður Kjartansdóttir, varaformaður Kamilla Hansen, gjaldkeri Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir og meðstjórnendur Valdís Þorsteinsdóttir og Þórunn Jónsdóttir.

Næsta æfing verður sunnudaginn 14. sept. kl. 16:45  í Brekkuskóla.

Æfingar hefjast 7. september – viltu vera með í vetur?


2014-Auglysing-haust

Hefur þú áhuga á að syngja í kvennakór? Kvennakór Akureyrar snýr aftur úr sumarfríi næsta sunnudag og við viljum gjarnan bæta við okkur fleiri söngkonum.

Raddprufur verða kl. 15:00 sunnudaginn 7. september og fyrsta æfing vetrarins verður í beinu framhaldi kl. 16:45.  Nánari upplýsingar veitir formaður kórsins hún Una Þórey formadur@kvak.is s. 848-4736.

Við hlökkum til að taka á móti nýjum konum.