Dívur og drottningar – aftur og enn

Í vor flutti Kvennakór Akureyrar tónleika með yfirskriftinni Dívur og drottningar og vöktu þeir mikla lukku. Því var ákveðið að endurflytja tónleikana eftir sumarfrí.

Laugardaginn 31. október kl. 16:00 verður hægt að njóta aftur sömu dagskrár og flutt var í vor í Hömrum, Hofi.

Á efnisskránni verða m.a. lög sem Whithney Houston, Queen og Adele hafa gert fræg.

Einsöngvarar verða Ívar Helgason og Þórhildur Örvarsdóttir.
Aladár Rácz píanóleikari og Pétur Ingólfsson bassaleikari verða meðleikarar, Daníel Þorsteinsson stjórnar.

Á Facebook síðu kórsins getið þið tekið boði um að koma á tónleikana !

Þar að auki…  Tónleikarnir verða einnig í Ýdölum 1. nóvember kl. 15:00