Yfir voru ættarlandi

Lag Sigfús Einarsson. Ljóð: Steingrímur Thorsteinsson

Yfir voru ættarlandi,
aldafaðir, skildi halt.
Veit því heillir, ver það grandi,
virstu´ að leiða ráð þess allt.
Ástargeislum úthell björtum
yfir lands vors hæð og dal.
Ljós þitt glæð í lýðsins hjörtum,
ljós, er aldrei slokkna skal.