Vorkoma (Amazing Grace)

Þjóðlag frá USA. Ljóð: Heiðdís Norðfjörð. Úts. Björn Leifsson

Nú birta fer í bæ og sveit,
því bráðum kemur vor,
þá vermir okkur vorsól heit
og veitir kraft og þor.

Og vorið nýja vekur sýn
þá vaknar allt og grær
og blærinn ilminn ber til þín
sem bjó hann til í gær.

Þá hjörtun ungu örar slá
því ástin tekur völd
með blik í augum blíð er þrá
hin björtu fögru kvöld.