Vögguljóð Maríu

Lag: Max Reger.  Ljóð: Hinrik Bjarnason.

Í mætum garði María sat
og með sinn unga svein
greinar trjánna glettist við
golan, létt og æskuhrein,
en þýtt á kvisti
þröstur söng á þeirri stund.
Ó sofðu barn mitt,
sof sælum blund.

Léttur er þinn hlátur,
ljúf er hvíld við mjúkan arm.
Halla þreyttu höfði,
hvíldu þig við móðurbarm.
Ó sofðu barn mitt,
sofðu rótt.