Vildi ég til þín veginn finna

Vildi ég til þín veginn finna
Lag: Helga Margrét Marzellíusardóttir. Ljóð Halldóra B. Björnsson

Vil´d ég til þín veginn finna
vorið fór á burt með þér.
Þú ert mér fjarri einhvers staðar
einhverstaðar fjarri mér.
Einhverstaðar fjarri mér.

Þótt ég leiti heiminn hálfan
Hvergi ber þig fyrir mig.
Legg ég bara augun aftur
engan sé ég nema þig.
Engan sé ég nema þig.