Vetrarnótt

Lag: Py Bäckman. Texti: Valgeir Skagfjörð. Radds.: Edda Björk Jónsdóttir

 

Mér eru allir vegir færir

ég faðma dægrin fast að mér.

Nú löng mig vefur nóttin

það lýsa stjörnur og ég leita skjóls hjá þér.

 

Ég hef eignast ást í hjarta.

Er eins og vermi morgunsól.

Nú brátt fer allt að breytast.

Í brjósti logar heitt og haldin verða jól.

 

Vetrarnótt

verður stillt allt og hljótt,

heimi í

er hátíð enn á ný.

 

Í kvöld er kraftaverkið

því kyrrðin veitir birtu’ og yl.

Ég stend við hlið þér sterkur já,

stígum skrefið það er gott að vera til.

 

Vetrarnótt

verður stillt allt og hljótt,

heimi í

er hátíð enn á ný.