Vegir liggja til allra átta

Lag: Sigfús Halldórsson. Ljóð: Indriði G. Þorsteinsson. Radds.: Helena Káradóttir

Vegir liggja til allra átta
enginn ræður för,
hugur leitar hljóðra nátta
er hlógu orð á vör
og laufsins græn´ á garðsins trjám
og gleðiþyts í blænum.
Þá voru hjörtun heit og ör
og hamingj´ í okkar bænum.

Vegir liggja til allra átta
á þeim verða skil,
margr´ er þrautin þungra nátta
að þjást og finna til
og bíða þess að birt´ á ný
og bleikur morgunn rísi.
Nú strýkur blærinn stafn og þil
stynjand´ í garðsins hrísi.