Valmar Väljaots 2019 –

Valmar Väljaots fæddist í Eistlandi 1967.

Hann lauk tónlistarnámi frá Tónlistarakademíu Eistlands árið 1994 og flutti sama ár til Íslands.

Valmar var tónlistarkennari á Húsavík, á Laugum og í Mývatnssveit árin 1994-2007 .

Hann hefur starfað sem organisti síðan 1996 og frá árinu 2007 til dagsins í dag í Glerárkirkju.

Í dag stjórnar hann Kvennakór Akureyrar, Karlakór Akureyrar Geysis og Kór Glerárkirkju. Einnig spilar hann með Hvanndalsbræðrum, Killer Queen og Tríó Akureyri.