Ungur var ég og ungir

Ljóð: Jónas Hallgrímsson Úr kvæðinu Grátittlingurinn.

Ungur var ég, og ungir
austan um land á hausti
laufvindar blésu ljúfir,
lék ég mér þá að stráum.

Lítill fugl skaust úr lautu,
lofaði guð mér ofar,
sjálfur sat eg í lautu
sárglaður og með tárum.