Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher

Lag: Ingi T. Lárusson. Ljóð: Valdimar Briem

Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.

Stýr mínu hjarta’ að hugsa gott
og hyggja’ að vilja þínum,
og má þú hvern þann blett á brott,
er býr í huga mínum.

Stýr mínum fæti’ á friðarveg,
svo fótspor þín ég reki
og sátt og eining semji ég,
en sundrung aldrei veki.

Stýr mínu fari heilu heim
í höfn á friðarlandi,
þar mig í þinni gæslu geim,
ó Guð minn allsvaldandi.