Þrjár keðjur

Lag og ljóð: Ýmsir

Nú vorar að nýju
með vindunum hlýju
og sumarið kemur
með sól yfir bæ.
Tra la la la la la la la la
tra la la la la la la la.

K – a – f – f – i,
hætt´að þamba kaffi.
Taugaveiklar Tyrkja drykkur sá,
heilsuspillir, gerir börnin grá.
Slíkt herjans eitur svart
það hentar börnum vart.

Allt er í heiminum hverfult og valt.
Söngurinn lifir, já, söngurinn lifir,
já, söngurinn lifir og sigrar allt.