Þjóðlífsmyndin

Lag: Jón Ásgeirsson. Þjóðvísur..

Bændurnir brúka borðahatt,
bændurnir gjalda kóngi skatt.
Bændurnir húsin byggja ný,
bændurnir ríða kaupstað í.

Húsfreyjur skattinn hjúum fá,
húsfreyjur kefla tröfin smá.,
húsfreyjur skyrið hleypa nýtt,
húsfreyjur stunda búið sitt.

Prestarnir hafa parruk hvítt,
prestarnir kenna orðið títt.
Prestarnir oft á pelann fá,
prestarnir skíra börnin smá.

Yngismenn hafa annan sið,
yngismenn tala stúlkur við,
yngismenn kyssa ungar frúr,
yngismenn sofa hjá þeim dúr.

Meyjarnar hafa mjúkan kvið,
meyjarnar elta sveina lið.
Meyjarnar herða mittisbönd,
meyjarnar raka slægjulönd.

Karlarnir berja krumpinn skráp,
karlarnir brúka mikið ráp,
karlarnir flétta kúabönd,
karlarnir moka fjósalönd.

Hann er að draga hníf á stein,
hann er að naga hryggjarbein,
hann er að smala hestunum,
hann er að gala´ í húsunum.

Hún er að spinna´ í hosurnar,
hún er að tvinna bandið ?
hún er að vinna hér og þar,
hún er að stoppa´ í buxurnar.

Hann er að brjóta harðan ljá,
hann er að skjóta hrafna þrjá,
hann er að binda hófarnar,
hann er að synda móðurnar.