Til Kvennakórs Akureyrar

Lag: Björn Leifsson. Ljóð Jósavin H. Arason. Úts. Björn Leifsson

Nú við flytjum tóna tæra
til að gleðja ykkar sál
Skýran texta fram skal færa
fyllum söngsins gleðimál
Þetta finnst oss hæsti heiður,
hugur verður hreinn og tær.
Svo mun okkar söngvaseiður
svífa´um sem mildur blær.

Allur söngur göfgar glæðir
græðir sálar dýpstu mein
allan kulda brosið bræðir,
blessuð er hver sála hrein.
Við skulum láta hlýja hljóma
hljóma´um verkin smá og stór
um Eyjafjörð mun ætíð óma
Akureyrar Kvennakór.