Þegar vetrar – In winter

Lag: Victor C. Johnson. Texti:

 

Þegar vetrar verður sól föl og fá

fella gullskýin ham verða grá

og haustvindur kveðjur svo mildur hlýr

heilsar vetrardagurinn nýr.

 

Þegar vetrar lýsir tungl okkur leið

ljómar stjarnanna festingin breið.

Und mjallarsæng grundin sefur rótt

þessa sindrandi vetrarnótt.

 

Heyr nú mjúkan falla snjó.

Á meðan veröld manna sefur.

Máninn á heiminum gætur hefur

þey þey ró

Heyr nú mjúkan falla snjó.

 

Þegar vetrar lýsir tungl okkur leið

ljómar stjarnanna festingin breið

Und mjallarsæng grundin sefur rótt

þessa sindrandi vetrarnótt,

sindrandi nótt

þessa sindrandi vetrarnótt

þegar vetrar.