Tengjum nú hönd við hönd

Lag: Leonard Bernstein (Úr West Side Story)
Ljóð: 1. Kristján frá Djúpalæk 2. Heiðdís Norðfjörð.
Úts. William Sickles.

Tengjum nú hönd við hönd,
hjörtu vor draum og önd.
Eitt heit, ein hugsun og þrá,
aðeins hel oss skilur þá.
Gjörum vor líf, eitt líf,
líf sem er báðum hlíf.
Byggjum þá tengjandi brú,
ein bæn, ein trú.
Ei fær gröf aðgreint oss nú …
aðgreint oss nú.

Tengjumst og tökum á,
tímanum gleymum þá.
Söngurinn seiðir oss nú,
sigurvissa – okkar trú.
Fögnum og finnum grið
frelsið nú eigum við.
Bæn sú er biðjum í dag
berst þér, sem lag,
breytist nú í gleði …
okkar gleðibrag.