Tears in Heaven – Hvernig á ég Guð

Lag: Eric Clapton. Ljóð Davíð Baldursson. Úts. John Höybye.

Hvernig á ég, Guð,
að eignast huggun í hjarta?
Hvernig get ég, Guð,
geisla sólar séð bjarta?
Ó, veit mér styrk
því nótt er myrk,
og lát þú mig
ei sökkva í
húmið svarta.

Minning lifir mæt,
milt var hjarta þitt, kæri.
Ei ég inna læt,
þinn ljúfleik ég mæri.
Í hugsun skýr
og vinum hlýr
af lífinu
það besta kaust
ætíð læra.

Allra vitjar sorgin og sárindi.
Sviði fylgir oft lífsins hverflyndi.

Svala sálu nú,
sorg, Guð, huggaðu mína,
til lífsins byggðu brú,
frá brjósti særðu, mér, þína.
Ó, ver mér hjá
og lát mig sjá
kærleiksgeisla
bjart frá sólu
þinni skína.

Allra vitjar sorgin og sárindi.
Sviði fylgir oft lífsins hverflyndi.