Svefnljóð

Lag: Birgir Helgason. Ljóð: Kristján frá Djúpalæk.

Sofðu vina, sofðu rótt,
sofðu barnið góða.
Man ég ei svo myrka nótt,
myrka nótt og hljóða,
myrka nótt og hljóða.

Veröld mörgum, vina mín,
veldur hörmum sárum.
Yndislegu augun þín
eru full af tárum.
Eru full af tárum.

Eg skal vaka enn um stund,
að þér hlúa betur.
Hverja sviða, sorgarund
svefninn læknað getur.
Svefninn læknað getur.

Hljótt við ströndu hjalar sær.
Hnigin sól til viðar.
Andar mildur aftanblær.
Áin kyrrlát niðar.
Áin kyrrlát niðar.

Sofðu vina, sofðu rótt,
sofðu, barnið góða.
Man ég ei svo myrka nótt,
mykra nótt og hljóða.
Myrka nótt og hljóða.