Sólveig Anna Aradóttir 2016 – 2017

17857526_10154277979401510_1199674211_nSólveig lærði á píanó í Tónlistarskóla Kópavogs og í Tónlistarskóla Reykjavíkur undir leiðsögn Nínu Margrétar Grímsdóttur.

Hún fékk snemma áhuga á kórum, hún ólst upp í barnakór hjá Þórunni Björnsdóttur og seinna hjá Þorgerði Ingólfsdóttur í Hamrahlíðarkórnum en nú syngur hún með Sönghópnum við Tjörnina.

Hún hefur lokið Kirkjutónlistarprófi frá Tónlistarskóla Þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Guðnýjar Einarsdóttur. Kórstjórnun lærði hún hjá Herði Áskelssyni og Magnúsi Ragnarssyni.

Sólveig hefur lokið BA gráðu í Skapandi Tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands og er að ljúka Kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar vorið 2017 undir leiðsögn Eyþórs Inga Jónssonar.

Sólveig stýrði Kvennakór Akureyrar frá hausti 2016 til feb. 2017 og jafnframt starfaði hún við afleysingar sem organisti í Akureyrarkirkju. Nú sem stendur er hún að leysa af í Langholtskirkju, þar stýrir hún Graduale kórnum og Kórskólanum.

Sólveig stefnir á frekari nám í Konunglega danska tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn haustið 2017