Sígur jólasól að viði

Sígur jólasól að viði
Lag: Haraldur V. Sveinbjörnsson

 

Sígur jólasól að viði
sendir geisla lífs á jörð.
Fyllir alheim ást og friði
eflir drottins barna hjörð.
Leiðir beint að himins hliði
hjörtu trygg er standa vörð.

 

Dagur lengist, dagur fæðist
dagar falla þér í skaut.
Bernskuást á Guði glæðist
gefur styrk á lífsins braut.
Veröld skrúði kærleiks klæðist
kyrrð og ró í vetrarþraut.

 

Vissa sú er Guð einn gefur
gleðji þig og veiti skjól.
Innst í þínu hjarta hefur
Hann um eilífð tekið ból.
Elskan blíða allt um vefur
yljar, blessar þessi jól.