Orð

Lag R. & R. Gibbs. Ljóð: ? Úts. Björn Leifsson

Orð, eitt lítið fallegt orð
sem áhrif getur haft svo sterk,
eitt orð, eitt lítið fallegt orð,
sem gerir stundum kraftaverk,
eitt orð, sem eldinn kveikir,
sem öllum mönnum breytir
ég hugsa´um það,
eitt orð, já lítið fallegt orð
sem breytir bæði stund og stað.

Þig, ég elska aðeins þig,
í hjarta mínu veit ég nú
að þig ég elska aðeins þig,
í hjarta mínu aðeins þú.
Nú veit ég loksins hvað það er
sem dregur mig að þér.
Eitt lítið orð, eitt lítið fallegt orð,
Já aðeins orðið ást.

Þig, ég elska aðeins þig
Í hjarta mínu veit ég nú
að þig ég elska aðeins þig,
í hjarta mínu aðeins þú.
Nú veit ég loksins hvað það er
sem dregur mig að þér
:,:Eitt lítið orð, eitt lítið fallegt orð,
Já aðeins orðið ást:,:
Eitt lítið orð, eitt lítið fallegt orð
Já aðeins orðið ást.