Öll börn sofa

Lag: Atli Heimir Sveinsson. Ljóð: höf. ók.

Sofa urtubörn
á útskerjum.
Veltur sjór yfir þau,
og enginn þau svæfir.

Sofa kisubörn
á kerhlemmum,
murra og mala,
og enginn þau svæfir.

Sofa grýlubörn
á grjóthólum,
urra og ýla,
og enginn þau svæfir.

Sofa bolabörn,
á báshellum,
moð fyrir múla,
og enginn þau svæfir.