Minni Íslands

Ljóð: Böðvar Jakobsson (1.-3. og 8. er). Lag: Rósalind Vigfússon

Svífur minn hugur heim,
hljótt yfir öldugeim,
unz honum birtist þar eyland í sænum.
Há fjöll með hvítar brár,
heiðar með vötn og ár,
dunandi fossar í dölunum grænu.

Hátt yfir heiðaland,
hraunið og breiðan sand,
fannhvítur jökullinn ber sína bungu.
Sólin má þíða þann
þegar hún bræðir hann.
Steypast til sjávarins straumvötnin þungu.

Víða um hæðarheim,
hveranna sé ég eim,
lækina smáu og lindirnar tæru.
Finn ég þar fjallagrös,
fer út á klettasnös;
lít yfir brekkur með blómunum kæru.

Tengi ég bróðurband
betur við sólarland,
þjóðina góðu sem þar er að starfa.
Andans við orkulind
er hún nú fyrirmynd,
smáþjóðin fjölhæfa, frjálsa og djarfa.