María í skóginum

Austurískt lag. Ljóð: Sigríður I. Þorgeirsdóttir.

Um skóginn laufvana læðist hljótt.
Kyrie leison
og ljóm´í augum blikar rótt
í þyrnum þýtur um myrka nótt.
Jesús og María.

Hvað ber hún undir beltisstað?
Kyrie eleison.
Eitt barn er eigi veit um það,
hve heimur komu þess hrjáður bað.
Jesús og María.

Og mærin strýkur um þyrnana þýtt
Kyrie eileison
er þegar baðast rósum frítt
því syninum lífið lýtur blítt.
Jesús og María.