Mamma mín

Lag: Jaan Alavere. Ljóð: Eva Hjálmarsdóttir

Ég minnist þín, ó móðir,
þó mér nú sértu fjær.
Þig annast englar góðir
og ungi vorsins blær.
Ég man þær mætu stundir,
er mig þú kysstir hlýtt,
sem vorsól grænar grundir,
og gerðir lífið blítt.

Í faðmi þínum fann ég,
þann frið, er bestan veit,
því það var allt, sem ann ég
þín ástin móður heit.
Þar huggun fann ég hæsta
frá hjarta´er aldrei brást,
því konu gerir glæsta
hin göfga móðurást.

….