Æfingar hófust í dag, 9. janúar, eftir langt og gott jólafrí. Dagskráin til vors er metnaðarfull og kórfélagar munu hafa í nógu að snúast.
Á vorönninni verða væntanlega haldnir tvennir tónleikar, þeir fyrri í febrúar/mars, en þeir síðari um mánaðrmót maí/júní og að minnsta kosti ein æfingahelgi verður á vorönn, þ.e. 2. – 3. apríl.
29. apríl – 1. maí verður farið á Landsmót íslenskra kvennakóra á Selfossi. Þar mun fjöldi kvennakóra leiða saman hesta sína og þar verður unnið í hópum með mismunandi tegundir af tónlist. Kórarnir flytja hver og einn eitthvað af sinni dagskrá en síðan verður sameiginleg dagskrá þar sem flutt verður m.a. sérstakt landsmótslag 2011, en það er sérstaklega samið af þessu tilefni.