Kom blíða tíð

Ljóð: Valdimar V. Snævarr. Lag: Birgir Helgason.

1.
Kom blíða tíð með barnsins frið.
Kom blessuð stund með líkn og grið.
Kom hátíð æðst og heiminn gist.
Kom helgust nótt með Drottinn Krist.
2.
Kom heilög birta, himni frá.
Kom hersveit engla, jörðu á.
Já kom og flyt þá fregn á ný
að fætt oss barn sé jötu í.
4.
Vér fögnum þér, ó blessað barn
og bjarma slær á lífsins hjarn.
Sjá heilög von í hjörtum skín
og hana vekur fæðing þín.
6.
Ó, þegar sérhvert hjarta´er hreint
og hefir, Drottinn, mátt þinn reynt
þá ljómar heimi lífsins sól,
vér lifum eilíf dýrðar jól.