Jólin

Lag (tileinkað KVAK): Jaan Alavere. Ljóð: Aníta Þórarinsdóttir

Er skammdegismyrkrið á mennina sækir
og mæða og leiði á sálinni er,
frelsarans hátíð fögnuð þá færir
og friður og ró í huga þinn fer.

Ljósanna hátíð lýsir upp bæinn
litfagrar skreytingar hvarvetna sér.
Tilhlökkun barnsins og bjarmi í augum
bræðir hvert hjarta og yl færir þér.