Jólasýn

Lag: Jaan Alavere. Ljóð: Aníta L. Þórarinsdóttir.

Fönnin hvíta foldu hylur,
frostið bítur föla kinn.
Á hrossin úti hríðin bylur
hlé þau fá við hraunhólinn.

Fuglar smáir fræin tína,
fegnir, þétt við híbýlin.
Á himni stjörnur bjartar skína
stirnir himinfestingin.

Snævi þaktar greni greinar
glitra ljósum lágt sem hátt.
Glaðleg snót og kátir sveinar
kíkja’ í skó í glugga sátt.

Sú er gæfan mest og gaman
gleðja ástvini um jól.
Fjölskyldur þá safnast saman
í sátt og frið í heims um ból.