Jólasöngur

Ljóð: Steingrímur Thorsteinsson. Lag Hugi Guðmundsson.  Jólalag Ríkisútvarpsins 2006
1.
Ó himnesk sýn!
Í hug þú skín,
er hefjast jól með fögnuði Guðs barna;
Í nætur blæ
of Betlehems bæ
sjá barnsins Jesú tindrar heilög stjarna.
2.
Um vetrar tíð
oss bendir blíð
sú burðarstjarna´er hnekkti myrkravöldum;
Hvað var svo fjær
oss verður nær
sem væri´í kvöld, þó skeði fyrir öldum.
3.
Við jötuhey
lá móðir og mey;
um miðnótt fæddi´ hún himinbarnið unga;
Með gleðihljóm
það guðdómsblóm
æ göfgi hver ein mannleg sál og tunga.
4.
Þar ljós inn skein
á lítinn svein
í lágum stall, og geislum varð hann klæddur;
Allt ljóst var þá
um loft, jörð, sjá,
því lausnari var mannakyni fæddur.