Jólasnjór

Lag: Evans/Livingston. Ljóð: Jóhann G. Erlingsson. Úts. Kristín Jóhannesdóttir

Jólasnórinn svífur niður,
yfir stræti og torg,
svífur ofan úr skýjunum niður.
Nú er allt sem leyst úr læðing,
enginn leiði né sorg.
Nú er lífsgleðin ríkjandi´ í borg.

Jólasnjór, jólasnjór,
jólasnjór, jólasnjór,
skínandi umvefur allt.
Sindrandi, sindrandi,
tindrandi, tindrandi
glitrandi himnanna skart.

Ljósin ljóma,
bjöllur hljóma,
óma hlátrar og sköll,
allir brosa og heilsast með gleði.
Ys og læti,
líf og kæti,
ljómar veröldin öll,
jólagleði í hreysi og höll.

Jólasnjór,….