Jólanótt

Jólanótt
Lag: Daniel Þorsteinsson.  Ljóð: Sverrir Pálsson

Nóttin breiðir bláan væng
blítt á jarðardrótt.
Undir mjúkri mjallarsæng
moldin sefur rótt.

Undrakyrrð á fjall og fjörð
fellur stillt og rótt.
Sveipar húmi hvíta jörð
heilög jólanótt.

Ofan starir stjörnufans
stillt og blítt og rótt,
Boðar fæðing frelsarans,
frið á jólanótt.