Jól, jól, skínandi skær

Gustaf Nordqvist / Edvard Evers

Jól, jól, skínandi skær
skreyta nú fjöll og voga.
Himinsins glitrandi gimsteinum frá
gleðifregn englarnir mönnunum tjá:
„Frelsarans komu oss fagna ber,
fæddur er hann sem vor drottinn er“.
Jól, jól, skínandi skær
skreyta nú fjöll og voga.


Kom, kom, hátíðin hæst,
heilagur friður ríkir.
Hátt yfir veraldar storma og stríð
styrkir oss drottinn, þín miskunnin blíð.
Gef þú að gjörvallt um jarðarból
gleðileg ríki þín friðar jól.
Kom, kom, hátiðin hæst,
heilagur friður ríkir.