Ilmur af jólum

Ilmur af jólum
Texti: Sigurður Rúnar Jónsson. Lag: Hera Björk. Úts.: Edda Björk Jónsdóttir

Hvað eru jól nema gleði,
tilhlökkun, friður á jörð?
Jólasveinn, hreindýr og sleði,
standa öll jólanna vörð.

Drögum öll jólaandann nú,
blásum svo frá okkur von.
Hann vild‘ á milli byggja brú
og til þess færð‘ okkur son.

Sameinumst fjölskyld‘ og gleymum
hversdagsins amstri í dag.
Við elskum, við erum, við dreymum
um allt sem er okkur í hag.

Drögum öll jólaandann nú,
blásum svo frá okkur von.
Hann vild‘ á milli byggja brú
og til þess færð‘ okkur son.

Ilmur af kertum og greni
gef‘ okkur jólanna þrótt
til að hrista burt þreytun‘ og slenið
fyrir heilaga jólanótt.

Stöndum nú saman jólum á,
sameinumst öll sem eitt.
Höldumst í hendur stór og smá,
því heimi getum við breytt.

Drögum öll jólaandann nú,
blásum svo frá okkur von.
Hann vild‘ á milli byggja brú
og til þess færð‘ okkur son.