Í Kór

Í Kór
Lag: Herman Hupfeld Íslenskur texti: Álfheiður Ingólfsdóttir (fyrir afmæli Kvennakórs Reykjavíkur 2028) 2028 ??

Að syngj‘er hjartans mál
sem kveikir gleðibál,
það lífgar and‘ og sál.
Já ávinningur verður stór ef ert‘í kór.

Það léttir okkar lund
að far´á vinafund
og eiga yndisstund.
Já ávinningur verður stór ef ert‘ í kór.

Trú á mátt og megin,
áræði og þor
vísar frelsisveginn
og verður gæfuspor.
Ef saman við stöndum og hjörtun slá í takt
við reynum ótal margt.

Já, það er segin saga
ef syngjum alla daga
þá hugur verður frjór.
Já, ávinningur verður stór ef ert´í kór.

Trú á mátt og megin,
áræði og þor
vísar frelsisveginn
og verður gæfuspor.
Ef saman við stöndum og hjörtun slá í takt
við reynum ótal margt, ótal margt.

Já, það er segin saga
ef syngjum alla daga
þá hugur verður frjór.
Já, ávinningur verður stór ef ert´í kór.
Það lífgar and‘og sál ef ert í kór.