Hvít jól hækkandi sól – A Festive Noel

Lag og ljóð Dave og Jean Perry

 

Hvít jól komið fljótt, komið fljótt

hvít jól komið fljótt, komið fljótt.

Hvít jól, hvít jól og hækkandi sól

hvít jól og allt er svo hljótt.

Yfir grund og hól hljómar heims um ból

hvít jól og friður á jólanótt

hvít jól og friður um nótt.

 

Hvít jól, hvít jól.

Í krafti lífs og kærleikans

við fögnum fæðingu hans.

Gleði sönginn minn

syngur engillinn

í dag er fæddur frelsarinn

er fæddur frelsarinn

 

Glory, Gloria in excelsis Deo.

Glory, Gloria! Lifandi von

Guðs einkason

Glory, Gloria!

 

Við kveikjum jólakertum á

kyrrlát fáum dýrð að sjá

og klukkur klingja, minna á

komu Jesú himnum frá

í krafti lífs og kærleikans

við fögnum komu hans.

 

Gleðisönginn minn

syngur engillinn

í dag er fæddur frelsarinn,

er fæddur frelsarinn

 

Glory, Gloria in excelsis Deo

Glory, Gloria. Lifandi von

Guðs einkason.

Glory, Gloria!

 

Hvít jól, hvít jól, hvít jól, hvít jól,

hvít jól og allt er svo hljótt

yfir grund og hól

hljómar heims um ból

hvít jól og friður á jólanótt.

hvít jól og friður um nótt.

Hvít jól. Komið fljótt, Komið fljótt.

Hvít jól hvít jól hvít jól á jólanótt.