Hin drifhvíta mjöll

Lag: Jaan Alavere. Ljóð: Friðrik Steingrímsson.

Hvílík dásemd er leggst yfir dali og hól
þessi drífhvíta mjöll,
og er geislunum stráir hin glitrandi sól
svo glampar á tinda og fjöll.

Og þá finn ég hin kunnuga fiðring í mér
og til ferðar mig bý,
já svo skínandi glaður á skíðin ég fer
og skelli mér brekkurnar í.

Komdu með mér út kæra vina,
komdu’ á skíði förum nú.
Já nú hugsum við ekkert um hina,
höfum brekkuna ein ég og þú.

Og svo brunum við yfir hinn brakandi snæ
á svo blússandi ferð,
að ég andanum tæpast af æsingi næ,
að endingu stoppa þó verð.

:,:Því að ljúka ber leiknum þá langhæst hann fer
það er ánægjan okkar sem að upp úr stendur hér;.;

Hvílík dásemd er leggst yfir dali og hól
þessi drifhvíta mjöll,
og er geislunum stráir hin glitrandi sól
svo glampar á tinda og fjöll.