Arnór Vilbergsson – Haust 2005 – haust 2008

Arnór kórstjóri
Arnór Vilbergsson

Arnór Vilbergsson er fæddur í Reykjavík og uppalinn í Keflavík. Hann hóf tónlistarnám sitt í tónlistarskólanum í Keflavík 10 ára gamall á píanó. Upp úr 20 ára aldri hóf hann nám í kirkjuorgelleik sem stendur enn. Þá hefur hann einnig lært töluvert í söng, bæði á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar hjá Guðrúnu Tómasdóttur, og Tónlistarskóla Akureyrar hjá Michael Jóni Clark.
Einnig hefur hann stundað nám í kórstjórn hjá Guðmundi Óla Gunnarssyni. Arnór hefur komið víða við á músíksviðinu, bæði trúarlegu og veraldlegu. Hann er organisti í Hríseyjarprestakalli og Laugalandsprestakalli, þar sem hann stjórnar þeim kirkjukórum sem þar eru. Hann hefur verið tónlistarstjóri í þremur söngleikjauppfærslum hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri, komið að tónlistarmálum hjá Leikfélagi Akureyrar og spilað við fjöldann allann af tækifærum með hinum og þessum söngvurum og hljóðfæraleikurum.