Gloria tibi

Íslenskt þjóðlag og þjóðvísa. Úts.: Jón Ásgeirsson..

Guði sé heiður og eilíf þökk.
En sorgin fari, vor sorgin fari.
Sem oss hefur gefið mat og drykk.
Gloria, gloria tibi. Domine, domine.

Hann hefur lént oss líf og önd.
En sorgin fari, vor sorgin fari.
Hann leysti öll vor syndabönd.
Gloria, gloria tibi. Domine, domine.

Sannlega á oss sjálfur Guð.
En sorgin fari, vor sorgin fari.
Við sitjum og blífum í hans frið.
Gloria, gloria tibi. Domine, domine.

Þann sem er hryggur huggar Guð.
En sorgin fari, vor sorgin fari.
Hann hjálpar vel af allri nauð.
Gloria, gloria tibi. Domine, domine.

Guð huggi þá sem hryggðin slær.
En sorgin fari, vor sorgin fari.
Hvort sem þeir eru fjær eða nær.
Gloria, gloria tibi. Domine, domine.