Gibba

Lag: Atli Heimir Sveinsson. Ljóð: höf. ók.

Kæra besta kindin mín,
kápan þín er mjúk og fín.
Þú berð yndisþokka,
þú hefur svarta lokka.
Elsku góða gibba mín
gefðu mér ull í sokka.