Enn syngur vornóttin

Lag: Mogens Schrader. Ljóð: Tómas Guðmundsson. Úts. Björn Leifsson

Enn syngur vornóttin vögguljóð sín
Veröldin ilmar glitrar og skín
Kvöldsett er löngu í kyrrum skóg
Öldurnar sungu sig sjálfar í dá
Síðustu ómarnir ströndinni frá
hurfu í rökkurró.

Manstu það ást mín hve andvakan var
yndisleg forðum hamingjan bar
ljóð okkar vorlangt á vængjum sér
Brosmilt og þaggandi lágnættið leið
Ljósið sem dagsins á tindunum beið
fann þig í fangi mér.

Vaki ég enn meðan vornóttin skín
Veit mig þá bundinn annari sýn
Stundir sem hníga í haustsins slóð
láta við eyru mér andvöku hljótt
Öðrum en þér flytur vorið í nótt
ilm sinn og ástarljóð.