Donna, donna

Lag: Sholom Secunda. Ljóð: Björn Ingólfsson. Úts. Carl-Bertil Agnestig

Sumardagur, sólarylur,
sytrar lindin við gráan stein.
Suðar fluga, syngur lóa,
situr þröstur á bjarkargrein.

Þröstur minn ef mætti ég
nú með þér fljúga´um geim
Eflaust gæti´ég allan séð
hinn undurfagra heim.

Donna Donna donna
Donna, donna donna don.
Donna Donna donna
Donna donna donna dooooon.

Niðr´í fjöru bundinn bíður
Bátur dreginn til hálfs á land
Fram í voginn lækur líður,
Leikur bára við fjörusand.

Þröstur minn, ef mætti ég……….

Fram með ánni andamóðir
Er á gangi með hópinn sinn.
“Góður dagur”, golan hvíslar,
gælir mjúklát við vanga minn.