Bátssöngur

Ljóð: Egill Bjarnason. Lag: J. Offenbach. Úts.: Max Spicker

Sumarnóttin niðar hljótt,
í næði lindin hjalar.
Blærinn andar blítt og rótt
og býður góða nótt.

Báran leikur létt við strönd,
við litla bátinn hjalar.
Tvö við sitjum hönd við hönd,
er heilla draumalönd.

Ó, blíði aftan blær,
sem við bárurnar hjalar.
Ó, blíði aftanblær
bægðu sorgunum fjær.