Bara þú (Only you)

Lag: Vincent Clarke. Ljóð: Ágúst Jakobsson. Úts.: Lorenz Maierhofer.

Þegar oft um síðkvöldin löng
ég hug minn sefa með söng
ertu hjá mér.
Þá ég leita svara við því,
þó ennþá skil ekki hví,
fór ég frá þér.

Alla ævi mun ég elska þig,
yndið mitt þú hefur heillað mig,
í hjarta mínu nú,
þar ert þú.

Minningarnar sækja á mig
með trega hugsa um þig,
ein í laumi.
Loks er svefninn sígur á brá
svo ákaft birtistu þá,
mér í draumi.

Alla ævi …

Enginn veit sinn ævinnar veg
og ef til vill þú og ég,
aftur finnumst.
Ástin verður aftur við völd
eins og þau indælu kvöld,
sem við minnumst.

Alla ævi …