Bára blá

Íslenskt þjóðlag. Ljóð: Magnús Grímsson. Úts. f. kvennakór: Jakob Tryggvason

Bára blá að bjargi stígur
bjargi undir deyr.
Bára blá!
drynjandi að sér dröfn þig sýgur,
í djúpið væra brátt þú hnígur
:/: í drafnar skaut og deyr. :/:

Bára blá! þín andvörp undir
andi tekur minn.
Bára blá!
allar þínar ævistundir
eru þínar dauðastundir ­
:/: við bjarg er bani þinn. :/: