Bara að hann hangi þurr

Lag: Bowers, Senners, Edward Madden. Ljóð Ómar Ragnarsson. Úts.: Björn Leifsson

A – ha! Ó nei! Bar´að´ann hangi þurr.
A – ha! Ó nei! Bar´að´ann hangi þurr.
A – ha! Ó nei! Bar´að´ann hangi þurr.
Því flekkurinn minn er alveg marflatur
og ég er mjög illa staddur, nem´´ann hangi þurr.

Í obboðlitlum hvammi er obboðlítill bær,
þar obboðlítill bóndi býr með obboðlitlar ær,
með obboðlitla hrífu, í obboðlítinn flekk
í ofboði hann flýtti sér því rigning yfir hékk.

A – ha! ….

Í obboðlitlu þorpi fer hinn obboðlitli kall
úr obboðlitlu aukastarf´á obboðlítið svall,
en obboðlitla konan hans er obboðlítið flott,
í ofboði hún hengir upp sinn obboðlitla þvott.

A – ha! ….
Því þvotturinn minn er alveg marflatur
og ég er mjög illa stödd nema´´ann hangi þurr.

En obboðlitla konan veit að obboðlítið kaup
er obboðlitils virði eftirobboðlítið staup
og obboðlítið breyskur er obboðlitli Jón,
í ofboði hún býður þessa obboðlitlu bón:

A – ha! …
Í kollinum er ´ann soldið klikkaður,
og hann mun kaupinu týna nem´ ´ann hangi þurr.

Hann mun kaupinu týna,
hann mun vitinu týna,
hann mun ærunni týna,
hann mun konunni týna,
nem´ ´ann hangi þurr.